Marilyn Manson á SPÍTALA eftir skotvopnaóhapp í miðjum tónleikum – Myndband!

Marilyn Manson var að spila á tónleikum í New York sl. föstudag þegar hluti af sviðsmyndinni, ristastórar byssur, duttu á hann.

Hinn 48 ára gamli rokksöngvari var að taka coverlagið Sweet Dreams eftir Eurythmics þegar atvikið átti sér stað. Í miðju laginu byrjaði Manson að klifra í sviðsmyndinni með þeim afleiðingum að hún datt ofaná hann.

Hann var fluttur á spítala í kjölfari en talsmaður hans, Carrie Tolles vildi ekki segja hversu alverlega áverka hann hlaut. Hún róaði þó áhyggjufulla aðdáendur og sagði að hann myndi ná sér fljótlega og gæti haldið áfram með tónleikana sem eru í vændum, en að það yrði þó örlítil seinkun á þeim.

Auglýsing

læk

Instagram