Nærfatnaðurinn seldist upp samstundis – Joe Exotic úr Tiger King er nú tískukóngur þökk sé Carole Baskin – myndir!

Auglýsing

Fáir þættir hafa vakið jafn mikla athygli og Tiger King á Netflix. Stjörnur þáttarins t.d. Joe Exotic og Carole Baskin hafa náð heimsfrægð á stuttum tíma. Í síðustu viku gerðist Baskin þátttakandi í Dancing With the Stars og fólk bíður spennt eftir að sjá hana á dansgólfinu.

Joe Exotic erki-óvinur Baskin er reyndar staddur í fangelsi en tókst að gera samning um framleiðslu á nærfatnaði. Joe er frumlegur þegar kemur að klæðaburði og reiknuðu sérfræðingar í tískugeiranum ekki með góðri sölu. Hver myndi kaupa- nærfatnað frá tígrísdýraþjálfara?

Auglýsing

Niðurstaðan var hins vegar sú að nærfatnaðurinn seldist upp nær samstundis og hann var boðinn til sölu. Allur lagerinn er farinn en vörur frá Joe Exotic með nafni Carole Baskin voru augljóslega vinsælastar. Framleiðsla er hafin að nýju til að mæta þessari gríðarlegu eftirspurn.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram