Rannsókn sýnir að börn sem þykjast vera BATMAN standa sig betur í heimalærdómi!

Emily Prager og Catherine Schaefer frá University of Minnesota og Rachel E. White frá Hamilton College gerðu rannsókn á athygli barna.

Þau fengu 4-6 ára börn til að gera leiðinleg verkefni í 10 mínútur. Ef þeim leiddist máttu þau fara leika sér í iPad.

180 krakkar voru sett í þrjá hópa:
– Hópur 1 átti að gera verkefnin venjulega, það er að segja að hugsa verkefnin út frá sjálfum sér.
– Hópur 2 átti að hugsa um sig í þriðju persónu (Er Hanna dugleg?) á meðan þau voru að leysa verkefnin.
– Og allir í hóp 3 áttu að ímynda sér að þau væru ofurhetjur á meðan þau voru að leysa verkefnin.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að krakkarnir sem ímynduðu sér að þau væru ofurhetjur unnu lengur og harðar við verkefnin og leituðu ekki eins mikið í iPadinn.

Þá er bara spurning hvort þetta virki fyrir fullorðna líka? Eitthvað segir mér að þetta virki vel á alla!

Auglýsing

læk

Instagram