Rannsókn sýnir að eiginmenn valda konum MEIRI streitu en börnin!

Tímaritið Today framkvæmdi rannsókn þar sem að meira en 17.000 mæður í Bandaríkjunum voru teknar í viðtal.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá er meðal streitustig hjá mæðrum 8.5 á skalanum 1 og upp í 10 – sem kemur örugglega flestum á óvart, en ekki mæðrum.

Þrátt fyrir að börnin voru vissulega stór streituvaldur, þá voru meira en helmingur mæðra á því að eiginmaður þeirra valdi þeim meiri streitu en börnin gera.

Rannsóknin sýndi að flestar mæður fundu fyrir streitu og pirringi þegar þær höfðu ekki nægan tíma í deginum til að framkvæma þau verk sem voru nauðsynleg.

Meira en 75% þátttakenda sögðu að þær gerðu meirihluta heimilisverka í fjölskyldunni.

Og að lokum að sýndi rannsóknin fram á að 1 af hverjum 5 mæðrum fundu fyrir mikilli streitu vegna skorts á hjálp frá makanum.

Samkvæmt öðrum rannsóknum frá Háskólanum í Padova, þá hafa þessi streitueinkenni innan hjónabandsins áhrif síðar í lífinu, þá á heilsu og langlífi.

Rannsakendur við háskólann komust að því að þegar að eiginkonan fellur frá, þá hrakar heilsa karlmanns – en þegar karlmaðurinn fellur frá þá bætist heilsa kvenna. Konur virðast takast betur á við streitu og þunglyndi.

Á meðan rannsakendur áttu erfitt með að útskýra hvað ylli þessum mun, þá var skýringin líklegast sú að karlar reiddu sig meira á konurnar en konurnar á karlana – og að konur eru yfirleitt með meiri stuðning frá öðrum konum en karlmenn eru með frá öðrum karlmönnum, þá sérstaklega á efri árum.

Þannig að það virðist sem einhleypar konur ættu ekki að vera velta fyrir sér hvort þær séu tilbúnar að takast á við ábyrgðina sem fylgir börnum – heldur ábyrgðina sem fylgir því að eignast eiginmann.

Auglýsing

læk

Instagram