Rebecca segist hafa verið háð klámi síðan hún var 8 ára gömul

Klámfíkn er í dag talin vera álíka alvarleg og spila- og eiturlyfjafíknir. Hún getur náð algjöru valdi á lífi fólks og jafnvel eyðilegt það.

Hin 19 ára gamla Rebecca opnaði sig um sína fíkn, en hún vildi aðeins koma fram undir sínu fyrsta nafni.

Hún segir áhuga sinn á klámi hafa vaknað þegar hún var aðeins 8 ára gömul og hafa þá byrjað að stelast til að skoða klámblöð og horfa á klám þar sem að nokkuð „venjulegt“ kynlíf var í gangi.

Hún segir að með aldrinum hafi fíknin ágerst og hún hafi þurft sífellt grófara efni – og um 16 ára aldur hafi ástandið verið orðið alvarlegt.

Þá leitaði hún í ofbeldissambönd og segist hafa fengið ákveðið „kick“ út úr því að vera misþyrmt eins og konurnar í kláminu sem hún horfði á.

Í dag er hún í sálfræðimeðferð og segir að markmiðið sé að einn daginn geti hún notið kynlífs án ofbeldis.

Auglýsing

læk

Instagram