Sjúklingur beið eftir nýju hjarta á meðan gjörsamlega allt fór úrskeiðis – myndband

Hjartasjúklingur fékk frábærar fréttir þegar það fannst hjarta frá líffæragjafa. Flutningar á líffærum þurfa að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Það er ljóst að ef eitthvað fer úrskeiðis gæti sjúklingurinn sem bíður fallið á tíma og látið lífið.

Það er erfitt að ímynda sér meira klúður en átti sér stað við flutning á hjarta á dögunum. Allt tafðist en svo fór þyrlan loks af stað með hjartað meðferðis. Hún ætlaði að lenda á þaki sjúkrahússins en hrapaði niður á þakið. Flugmaðurinn þurfti læknisaðstoð og flestir fengu áfall.

Hjartalæknirinn lét þetta ekki trufla sig og sótti hjartað í þyrluna enda lítill tími til stefnu. Honum tókst að missa hjartað á þakið – sem er fáránlega óheppliegt.

Hér er myndband af atvikinu en við vonum að sjúklingurinn hafi lifað af og þyrluflugmaðurinn sé ekki alvarlega slasaður.

Auglýsing

læk

Instagram