Skúli fann drasl úti í náttúrunni sem einhver hafði skilið eftir – og brást við eins við ættum ÖLL að gera! – MYNDBAND

Skúli Steinn Vilbergsson rambaði á sóðaskap í náttúrunni þar sem einhver hafði skilið eftir sófa, skenk og fleira á þeim nótum.

Skúli lét hins vegar ekki sitt eftir liggja – heldur náði í bíl og hestakerru og hirti draslið.

Hann sagði þetta við myndband sem hann birti á Facebook:

Fór út að labba áðan með hundana mína og við mér blasti ekki fögur sjón, einhver skíthæll búinn að losa sig við fullt af rusli úti í móa, við sem betur vitum og getum verðum þá að taka það að okkur að taka upp eftir svona ógeðisfólk, vonandi sérðu þetta video þú sem skildir þetta eftir og skammastu þín!!!!!

Auglýsing

læk

Instagram