Starbucks opnar kaffihús í Japan þar sem allt starfsfólkið kann táknmál – MYNDIR

Starbucks var að opna táknmálskaffihús í Japan sem er tileinkað þeim sem eru með heyrnarörðugleika.

Kaffihúsið opnaði 27. júní í Kunitachi, Tokyo og markmið kaffihúsins er að búa til stað sem tekur vel á móti öllum sem eru heyrnarskertir og elska kaffi.

Allt starfsfólk kaffihússins kann táknmál, þrátt fyrir að það séu ekki bara heyrnarskertir einstaklingar sem starfa á kaffihúsinu.

Það er krafa að kunna táknmál – annars getur þú ekki starfað á þessu Starbucks kaffihúsi.

Með þessu vill Starbucks búa til stað sem að heyrnarskertir einstaklingar upplifa að þau tilheyri, í fjölbreyttu og aðgengilegu umhverfi.

Að sjálfsögðu er kaffihúsið opið fyrir alla – ekki bara fólk sem er heyrnarlaust – og tækni og skilti hjálpa viðskiptavinum að eiga samskipti við starfsfólk sem er heyrnarskert.

Þetta er fimmta táknmálskaffihúsið sem Starbucks opnar og hin 4 eru staðsett í Washington, Kína og Malasíu.

Fyrsta táknmálskaffihús Starbucks var opnað árið 2016 og það er staðsett í Kuala Lumpur í Malasíu.

Hér er svo myndband sem sýnir ykkur táknmálskaffihús Starbucks í Washington:

Auglýsing

læk

Instagram