Þessi rotta er búin að bjarga yfir 1000 mannslífum! – MYNDIR

Auglýsing

Þegar við hugsum um rottur hugsum við um skítug dýr sem smita fólk af sjúkdómum. En sú steríótýpa sem aumingja rotturnar glíma við er bara ekki rétt. Þær eru í raun og veru bráðgáfaðar.

Það er til dæmis búið að kenna rottum að þefa uppi sprengjur. Belgísku góðgerðasamtökin APOPO hafa verið að þjálfa afrískar risa rottur í að þefa uppi jarðsprengjur.

Miðað við allar jarðsprengjurnar sem þessi tiltekna rotta er búin að finna þá er talið að hún sé búin að bjarga meira en 1000 mannslífum – og það ótrúlega er að hún er bara ein af mörgum.

Auglýsing

Rotturnar geta leitað á 200 fermetra svæði á 20 mínútum. Það myndi taka 25 klukkustundir með málmleiturum að gera slíkt hið sama.

Hæfileikarnir sem rotturnar búa yfir eru útskýrðir betur í þessu tveggja mínútna myndbandi:

Starfsemi APOPO hefur fengið marga til að skipta um skoðun þegar kemur að rottum – enda eru rottur greinilega nokkuð magnaðar!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram