Þú ert heppinn ef að þessir hlutir passa við KÆRUSTUNA þína – Alls ekki klúðra þessu!

Það er oftast frábært að vera ástfanginn og að vera búinn að finna manneskjuna sem þú elskar. En hvernig veit maður hvort maður sé ástfanginn eða að maður sé með réttri manneskju?

Þetta er eitthvað sem maður finnur þegar það gerist, en hér eru nokkur dæmi um það hvernig hin „fullkomna“ kærasta er.

1. Fyrir þér er hún alltaf falleg

Þó að klukkan sé 7 um morguninn og hún nývöknuð eða hún kemur sjúskuð heim eftir sóðalegt djamm þá finnst þér hún samt alltaf vera fallegasta stelpa í heiminum.

2. Hún er góð með börn

Þú vilt auðvitað að konan sé góð mamma. Ef að þú horfir einhvern tímann á kærustuna þína leika sér við börn og þú byrjar að dást af því hvað hún sé góð í þessu áttu strax að fara í eldhúsið og matreiða. Þetta er kostur sem þú vilt að konan þín sé með.

3. Að hún sé klár

Ef að kærastan þín kann að hugsa í lausnum í staðinn fyrir að gefast upp og láta þig sjá um bókstaflega allt, þá er þetta frábær stelpa. Það er fátt eins heillandi eins og stelpa sem veit nákvæmlega hvað hún er að gera. En þetta þýðir samt ekki að hún þurfi aldrei aðstoð þú ótrúlega lati hundur.

4. Hún er metnaðarfull og jákvæð

Stelpur sem eru ákveðnar og vita hvað þær vilja eru alltaf mjög heillandi. Ef að kærastan þín er með opinn huga, lífsglöð og metnaðarfull þarftu að fara græja þér hring því þetta gæti verið konan þín.

5. Hún lætur þig finna að hún elski þig

Innst inni erum við flestir bara saklausir drengir sem að þrá ástina. Þess vegna er fátt eins gott eins og að geta horft í augun á kærustunni og sjá hjá henni hvað hún elskar þig mikið. Þegar maður sér þetta fyllist maginn af alls konar gleði og góðu sulli.

6. Þegar þér líður hvergi eins vel eins og með henni

Þegar þú ert farinn að leita af ástæðum til að vinna lengur eða til þess að þurfa ekki að fara heim, áttu ekki að vera í sambandinu þínu lengur. Ef þig hlakkar til að fara heim að hitta kærustuna og þér líður best með henni hvort sem þið eruð að gera eitthvað saman eða bara liggja upp í sófa. Þá ertu heldur betur í réttu sambandi.

7. Hún er með góðan húmor

Það skiptir rosalegu máli að þið getið hlegið saman. Ef að þið ætlið að eyða restinni af lífinu saman þá verðið þið að geta haft gaman. Ef að kærastan þín á auðvelt með að láta þig hlæja eða þá að henni finnst þú vera sjúklega fyndinn þá áttu alls ekki að sleppa henni.

Auglýsing

læk

Instagram