Tryggingastofnun STAL styrknum hans – Finnst þér þetta í lagi?

Hann Hjálmtýr Heiðdal sagði frá því í opnu Facebook færslunni hér fyrir neðan að Tryggingastofnun hefði stolið frá honum styrk sem hann fékk nýlega úthlutað.

Finnst þér þetta í lagi?


TRYGGINGASTOFNUN STELUR STYRK
Nýlega fékk ég úthlutað 200,000 kr. til að skrifa handrit fyrir heimildakvikmynd.
Þannig háttar til að þessi styrkur er eingöngu veittur einstaklingum en ekki fyrirtækjum.
Sem ellilífeyrisþegi þá bý ég við það að TR telur mig ekki eiga að skrifa viðamikið handrit og þess vegna taka þeir 45% af styrknum til sín, þ.e. þeir taka 90,000 kr.
Skatturinn tekur að sjálfsögðu sitt, eða 70,080 kr.
Þá eru eftir 39,920 kr. af styrknum.
Þetta verður þá bara örmynd.

Auglýsing

læk

Instagram