Við erum öll að sofa VITLAUST – Þetta er hið rétta svefnmynstur!

Auglýsing

Algengt svefmynstur nútíma fólks er að sofna kannski um ellefu á kvöldin og vakna 7 á morgnanna.

Samt er algengt vandamál að við vöknum og líður ekki eins og við séum úthvíld!

Vísindamaðurinn Roger Ekirch hefur síðustu 15 árin lagt mikla vinnu í að rannsaka svefnmynstur forfeðra okkar og hefur komist að þeirri niðurstöðu að fólk var vant að sofa allt öðruvísi.

Auglýsing

Rannsóknir hans benda til þess að fólk var vant að sofa í 4 klukkustundir, vakna þá og vaka í 1-3 klukkustundir og sofna síðan aftur í 4 klukustundir.

Margir kannast við að vakna um miðja nótt og skilja ekki hversvegna. Sumum tekst að sofna strax á meðan aðrir fara á klósettið, fá sér vatnsglas eða kíkja í bók áður en þeim tekst að sofna aftur.

Roger vil meina að þarna séu á ferðinni leifar frá gömlu svefnmynstri.

Hann vill jafnframt meina að mikið af svefn tengdum erfiðleikum fólks sé hægt að rekja beint til þess að við erum ekki lengur að fylgja þessu svefnmynstri.

Honum finnst læknar ekki nægilega vel menntaðir í svefn tengdum málum og einfaldast sé þess vegna fyrir þá að skrifa uppá svefnlyf – sem þeir og geri.

Er þetta svefnmynstur sem þú ætlar að prófa?

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram