Fáránlega skemmtileg umfjöllun Snorra Björns um risamót í crossfit

Umfjöllun Snorra Björnssonar um crossfit á Snapchat hefur slegið rækilega í gegn. Hann fjallaði um heimsleikana í sumar og það vakti svo mikla athygli í vetur þegar besta umfjöllunin um Íslandsmeistaramótið í crossfit var á Snapchatinu hans (snorribjorns) og á Snapchati Nova.

Sjá einnig: Besta umfjöllunin um Íslandsmótið í crossfit var ekki í sjónvarpinu heldur á Snapchat

Snorri var með í för þegar öflugasta crossfitfólk landsins, þau Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Björgvin Guðmunds, tóku þátt í risamóti á Spáni. Bandaríkin, Evrópa, Kanada og Kyrrahafslöndin öttu kappi og aðeins 16 keppendur komust að, fjórir í hverju liði.

Snorri fjallaði um mótið á sinn einstaka hátt á Snapchat en hefur nú klippt umfjöllunina saman í einn stórskemmtilegan pakka. Horfið á myndbandið hér fyrir ofan. Það kemur sér einstaklega vel þar sem sérfræðingar segja áhorf á myndbandið jafngildi hálftímaæfingu. Athugi að engin leið er að sanna þessa fullyrðingu.

Auglýsing

læk

Instagram