Áttræða fyrirsætan Ásdís Karlsdóttir er alveg með þetta, myndbandið frá myndatökunni

Auglýsing

Ásdís Karlsdóttir sló í gegn á dögunum þegar hún sótti um starf sem fyrirsæta hjá 66°Norður. Fyrirtækið auglýsti eftir starfsfólki og Ásdís fór á Facebook og spurði hvort það vantaði ekki módel.

66°Norður tóku Ásdísi á orðinu og buðu henni í myndatöku með ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, flaug til Akureyrar með Baldri og fékk að fylgjast með myndatökunni sem gekk eins og í sögu. Úr varð þetta yndislega innslag sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

zklav

„Mér finnst gaman að leika mér og ég átti ekki von á neinu viðbrögðum,“ sagði Ásdís um uppátækið og bætir við að öllu gríni fylgi alvara. „Mér er lengi búið að finnast eldra fólk vera afgangs í þjóðfélaginu.“

Ég varð soldið stressuð fyrst en svo finnst mér þetta svo gaman — alveg meiriháttar. Gott veður og ég í svona fallegum fötum. Ég bara nýt mín.

Auglýsing

Eftir þessa reynslu segist Ásdís vera að hugsa um að leggja fyrir sig fyrirsætustörfin. „Ég er að hugsa um það. Ég er að hugsa um að fara á námskeið.“

Hún virðist þó ekki þurfa á neinu námskeiði að halda miðað við meðmælin frá Baldri ljósmyndara. Hann var mjög ánægður með Ásdísi. „Hún er alveg með þetta,“ segir hann. „Hún er mjög gott módel.“

zklbf

Það er ljóst að við getum ýmislegt lært af Ásdísi. „Þess vegna verð ég svona gömul. Af því ég er bara ég. Geri það sem mig langar til,“ segir hún og við erum ennþá með gæsahúð.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram