24 ára Toyota Corolla til sölu á milljón, ennþá á upprunalegu dekkjunum

Auglýsing

Grá Toyota Corolla, árgerð 1992, hefur vakið talsverða athygli hjá bílaáhugafólki á Facebook. Bíllinn er til sölu hjá Toyota í Kauptúni og þykir stórmerkilegur. Pétur Kiernan, útsendari Nútímans, fór á staðinn og fékk að skoða. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Gunnar Þór, sonur eigandans, segir að bíllinn sé upprunalegu dekkjunum og að hann hafi aldrei fengið að keyra hann þegar hann var unglingur.

Toyotan er ekin aðeins 16 þúsund kílómetra frá upphafi, eða um 666 kílómetra á ári. Og hvað kostar kerran? Á Facebook-síðu Toyota kemur fram að hægt sé að láta drauminn rætast fyrir aðeins 990 þúsund krónur.

Auglýsing

læk

Instagram