Gauti dansar á kennileitum í Reykjavík í nýju myndbandi: „Var að skíta í brækurnar í fullt af þessum tökum“

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér myndband við lagið Reykjavík. Nútíminn frumsýnir myndbandið sem þú getur horft á hér fyrir neðan.

Myndbandið sýnir Gauta og trommarann Kela úr hljómsveitinni Agent Fresco ofan á hinum og þessum húsum í Reykjavík, eins og Bæjarins beztu, Búllunni, höfuðstöðvum Vífilfells og húsum sem teygja sig lengra til himins.

Gauti segir í samtali við Nútímann að það hafi örlað á lofthræðslu við upptökurnar. „Ég hef farið á marga af þessum stöðum áður. Ég og Hlynur Helgi vinur minn vorum með skrítið hobby að klifra upp á spennandi staði fyrir nokkrum árum,“ segir hann.

Hræðslan var ekki til staðar þá en ég var að skíta í brækurnar í fullt af þessum tökum. Ætli það tengist því ekki eitthvað að maður sé dottinn í föðurhlutverkið.

Leikstjóri myndbandsins er Freyr Árnason og það er framleitt af Tjarnargötunni. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram