Geggjað augnablik í beinni þegar Telma hrósaði Balta fyrir byssurnar, sjáðu myndbandið

Baltasar Kormákur kynnti Eiðinn, nýjustu kvikmynd sína, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Baltasar fer með aðalhlutverk myndarinnar og lagði augljóslega mikið á sig en eins og Telma Tómasson benti svo hreinskilnislega á er hann orðinn helmassaður. „Maður sér það bara, þú ert á stuttermabolnum og sér byssurnar.“

Vó. Fékk Baltasar hrós fyrir „byssurnar“ í beinni útsendingu? Nútíminn stóðst ekki mátið og klippti saman smá grín. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Eiðurinn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 6. september, en myndin verður frumsýnd hérlendis þann 9. september.

Þá hefur myndin verið valin til þáttöku í aðalkeppni San Sebastian-hátíðarinnar sem fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni í september. Eiðurinn keppir um Gullnu Skelina, aðalverðlaun hátíðarinnar sem veitt eru fyrir bestu myndina.

Baltasar Kormákur fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni.

Auglýsing

læk

Instagram