Jói P og Króli áttu fallegasta vinamóment ársins í Menningunni á RÚV, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Rappararnir Jói P og Króli hafa slegið rækilega í gegn með ofursmellinum B.O.B.A og plötunni Gerviglingur. Þeir voru til umfjöllunar í Menningunni á RÚV í gær þar sem ýmislegt merkilegt kom fram. Smelltu hér til að horfa á innslagið á vef RÚV.

Sjá einnig: Lögin af plötu Jóa P og Króla raða sér í átta efstu sætin á Spotify: „Vissi ekki að þetta væri hægt!“

Í lok innslagsins voru strákarnir beðnir um að lýsa hvor öðrum sem þeir áttu ekki í erfiðleikum með. Þegar Jói P sagði að Króli væri góður í öllu sem hann gerir stóð ekki á viðbrögðunum frá þeim síðarnefnda sem rak rembingskoss á vin sinn. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan en það er birt með leyfi RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram