Kínaferð Tönju reyndist helvíti á jörðu: „Ekkert skrítið að fólkið sem býr þarna gangi um með grímur“

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, lífstílsbloggari, athafnakona og ungfrú Ísland árið 2013, var á dögunum boðið til Kína á vegum fegurðarsamkeppni sem hún tók þátt í fyrir tveimur árum. Tanja sló til en hún segir farir sínar ekki sléttar eftir heimsóknina. Hún kom heim með matareitrun eftir að hafa gist á hræðilegum hótelum og borðað á skítugum veitingastöðum.

Tanja segist í samtali við Nútímann gera sér grein fyrir því að upplifun hennar endurspegli ekki allt landið en hún hafði heyrt æðislega hluti um Kína áður en hún fór í ferðalagið. „Ég hef ekkert á móti Kína en mín upplifun var rosalega slæm,“ segir hún.

Veitingastaðirnir sem við fórum á voru rosalega fínir nema hvað þegar ég fór á klósettin þá voru þau eins og enginn hafi þrifið þau í mörg ár og stundum var varla hægt að anda þar inni.

Hún segist lítið hafa borðað í ferðinni en prótínstykki sem hún tók með sér frá Íslandi björguðu henni. „Maturinn sem var þarna var alls ekki fyrir mig og ég var mjög svöng. Ég reyndi að borða ávextina en alltaf fann ég litla hvíta orma í þeim.“

Tanja hafði heyrt æðislega hluti um Kína þó hennar upplifun hafi verið slæm. En hún upplifði einnig mikla náttúrufegurð

https://www.instagram.com/p/BZOHu2WHfoF/?taken-by=tanjayra

Það var svo á ferðalaginu heim sem Tanja veiktist. „Ferðin heim var eins og helvíti á jörðu, nú sjö dögum seinna er ég enn veik,“ segir Tanja sem fékk slæma matareitrun. Eftir að hún sagði fylgjendum sínum á Snapchat frá veikindunum settu margir sig í samband við hana og höfðu sömu sögu að segja.

Og ferðin var ekki alslæm

„Hefði ég vitað af þessu þá hefði ég komið með fulla tösku af mat með mér til Kína. Mér þykir ekkert skrítið að fólkið sem býr þarna gangi um með grímur og í plasthönskum. Ég hefði viljað gera það sama.“

Myndband sem Tanja tók á hótelinu í Kína má sjá í spilaranum hér að ofan

Auglýsing

læk

Instagram