Myndband: Conor McGregor reynir fyrir sér sem leikari í auglýsingum fyrir kappreiðar

Bardagakappinn Conor McGregor fer með aðalhlutverkið í auglýsingum fyrir kappreiðarnar Pegasus World Cup Invitational. Reynsluboltinn Jon Lovitz og leikur þjálfara hans í auglýsingunum. Sjáðu fyrstu auglýsinguna hér fyrir neðan.

Þetta er frumraun Conors í leiklistinni en í auglýsingunnu er hann kynntur inn sem þrettándi knapinn á kappreiðunum, sem fara fram 28. janúar.

Conor McGregor leikur sjálfan sig í auglýsingunum og er með stórar hugmyndir um að gerast knapi. Hann er að sjálfsögðu með háleit markmið og mikið sjálfstraust. Hann segist ætla verða besta knapi í heimi og spyr hversu erfitt það geti eiginlega verið að keppa á hestum. Vikuleg myndbönd verða sýnd á samfélagsmiðlum þar til keppni hefst.

Myndbandið með frumraun Conors í leiklist má sjá hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram