Auglýsing

Myndband: Sigmundur og Bjarni tókust á: „Forsætisráðherra svaraði í engu spurningu minni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á í ræðustóls Alþingis í dag. Flokkarnir tveir mynduðu saman ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan. 

Sigmundur Davíð steig í pontu og ræddi málefni Seðlabankans og losun gjaldeyrishafta undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir.

Sigmundur vildi meðal annars vita hvenær Bjarni hefði uppgötvað að æskilegt væri að yfirstjórn Seðlabankans og samþykkt peninga- og gengisstefnu væri í forsætisráðuneytinu, ekki í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þ.e. áður eða eftir að Bjarni hætti að vera fjármálaráðherra og varð forsætisráðherra.

Því næst spurði Sigmundur hvort stefnan væri að hverfa frá stefnu sem mörkuð var og fylgt eftir á síðasta kjörtímabili varðandi losun gjaldeyrishafta og uppgjöri við kröfuhafa.

Bjarni svaraði og sagðist hafa í hyggju að lyfta upp hlutverki forsætisráðuneytisins og færsla Seðlabankans á milli ráðuneyta væri hluti af því. Þá sagði hann einnig að engar áherslubreytingar hefðu verið gerðar varðandi losun gjaldeyrishafta og uppgjöri við kröfuhafa.

Sigmundur steig aftur í pontu og sagðist ætla að láta liggja á milli hluta hvort Seðlabankinn sé öruggari í forsætisráðuneytinu eða fjármálaráðuneytinu. „Hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera hver er fjármálaráðherra núna,“ sagði Sigmundur. Benedikt Jóhannesson, þingmaður Viðreisnar, er fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar.

Sigmundur sagði að Bjarni hefðu í engu svarað spurningu sinni varðandi það með hvaða hætti eigi að halda áfram áætlun um losun hafta. Sagði Sigmundur að það væri til áætlun og spurði Bjarna hvort hann ætli að hverfa frá þeirri ááætlun.

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að engin stefnubreyting hefði orðið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing