Bjarni biðst afsökunar:„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum“

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, birti fyrir stuttu færslu á Facebook þar sem hann útskýrir atburði gærkvöldsins. Sjá einnig hér: Ráðherra í samkvæmi sem stöðvað var af lögreglu

Bjarni, sem var staddur í samkvæmi sem stöðvað var af lögreglu, biðst afsökunar í færslunni og segir frá því hvernig þetta atvikaðist.

„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar hann.

Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í…

Posted by Bjarni Benediktsson on Fimmtudagur, 24. desember 2020

Auglýsing

læk

Instagram