Örskýring: Eigandi beggja megin borðs við gerð risasamnings Matorku við ríkið

Um hvað snýst málið?

Matorka og ríkisstjórn Íslands hafa undirritað fjárfestingasamning um ívilnanir til næstu tíu ára vegna áætlana fyrirtækisins um að reisa 3.000 tonna fiskeldisstöð uppi á landi við Grindavík.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu fær Matorka 426 milljóna styrk í formi afslátta af sköttum og opinberum gjöldum. Fyrirtækið á einnig rétt á þjálfunarstyrk upp á 2 milljónir evra eða 295 milljónir króna. Ef það gengur eftir fær Matorka 721 milljónir króna í styrk vegna fiskeldisstöðvarinnar.

Hvað er búið að gerast?

Landssamband fiskeldisstöðva gagnrýnir fjárfestingasamninginn við Matorku harðlega og telur hann fela í sér mismunun og röskun og samkeppnismarkaði.

Kjarninn greinir frá því að lögmaðurinn Eiríkur S. Svavarsson, sem er einn eigenda Matorku, hafi komið fyrir atvinnuveganefnd þann 30. október síðastliðinn fyrir hönd Lögmannafélags Íslands til að ræða frumvarp um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi.

Fjárfestingasamningurinn sem Matorka gerði við ríkið byggir á frumvarpinu. Hann lét nefndina ekki vita af mögulegum hagsmunaárekstri.

Afgreiðslu á frumvarpi um ívilnanir til nýfjárfestinga hefur veruð frestað á meðan að ýmsir þættir málsins eru til skoðunar.

Hvað gerist næst? 

Ráðherra segir ekki útilokað að önnur fiskeldisfyrirtæki geti gert fjárfestingarsamning við ríkið.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram