Örskýring: Hvað í fjandanum er í gangi í Barselóna?

Um hvað snýst málið?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fer fram í dag í óþökk spænskra stjórnvalda.

Að minnsta kosti 337 hafa slasast í átökum við lögreglu samkvæmt yfirvöldum í Katalóníu en spænsk stjórnvöld ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að stöðva atkvæðagreiðsluna.

Hvað er búið að gerast?

Katalónía er sjálfstjórnarhérað á Spáni og höfuðborgin er Barselóna. Margir íbúar í Katalóníu eru ósáttir við hvernig ríkisstjórn Spánar kemur fram við héraðið.

Skoðanakannanir sýna að meirihluti Katalóna er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslunni þó meirihluti þeirra styðji ekki endilega sjálfstæði héraðsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan brýtur í bága við stjórnarskrá Spánar.

Í umfjöllun Kjarnans um þjóðaratkvæðagreiðsluna kemur fram að Katalónía sé eitt ríkasta hérað Spánar. Þar kemur einnig fram að stjórn héraðsins hafi áskilið sér rétt til að krefjast sjálfsákvörðunarréttar og sjálfstæðis en alþjóðalög viðurkenna slíkan rétt eingöngu fyrir svæði sem lúta stjórn nýlenduvalds, hafa orðið fyrir innrás eða orðið fyrir alvarlegum mannréttinabrotum vegna aðgerða stjórnvalda.

Borgarstjóri Barselóna hefur hvatt forsætisráðherra Spánar til að segja af sér vegna ásakana um lögregluofbeldi í dag.

Hvað gerist næst?

Erfitt er að segja hvaða áhrif niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafa.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram