Örskýring: Hvað var Sigmundur Davíð að rífa sig yfir berbrjósta konum í Alþingishúsinu og hver leyfði það?

Auglýsing

Um hvað snýst málið?

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, sendi forseta Alþingis fyrirspurn vegna gjörningsins Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur, þar sem berbrjósta konur gengu fylktu liði úr Alþingishúsinu yfir á Austurvöll.

Hvað er búið að gerast?

Demoncrazy er ljósmyndasýning þar sem ungar berbrjósta konur standa við málverk, ljósmyndir og styttur af karlmönnum í opinberum rýmum og ögra jakkafataklæddri, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við.

Auglýsing

Sigmundur spurði meðal annars hver hefði gefið leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og hvort þetta yrði til þess að slakað yrði á reglum um klæðaburð Alþingismanna en alls var fyrirspurnin í fimm liðum.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, svaraði fyrirspurn Sigmundar í gær þar sem hann sagði Birgi Ármanns, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, hafa gefið leyfi fyrir myndatökum í þingflokksherbergi flokksins. Þá segir hann skrifstofustjóra Alþingis hafa leyft notkun á andyri Alþingishússins fyrir listjörninginn.

Hann benti síðan á að gjörningurinn hafi verið í samhengi við vitundarvakninguna #metoo. Það hafi m.a. leitt til þess að Alþingi hafi breytt siðareglum sínum til að vinna gegn kynbundnu áreiti, ofbeldi og einelti.

Hvað gerist næst?

Sigmundur Davíð sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun svarið valda sér ákveðnum áhyggjum þar sem þingforseti setji þetta í samhengi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og slíku.

Á mynd í gjörningnum stilla konurnar sér upp fyrir framan málverk af Jóni Sigurðssyni og fleiri körlum. Sigmundur gagnrýnir það og segir að verið sé að gera Jón og fleiri saklausa menn að táknmynd kyndbundis ofbeldis.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram