Á bakvið tjöldin í Skaupinu, vísanir í Simpsons, Trainspotting og Rob Lowe

Að taka þátt í skrifa Áramótaskaupið var eitt skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í en í hópnum voru einnig Katla Margrét, Gói og Steindi. Kristófer Dignus stýrði skútunni og ég veit ekki betur en að við séum öll þvílíkt ánægð með viðbrögðin.

Ég er auðvitað búinn að kemba internetið og skoða allt sem allir hafa sagt um Skaupið. Það sem hefur staðið upp úr eru vangaveltur fólks um vísanirnar í þætti, kvikmyndir og annað sem við komum fyrir hér og þar í Skaupinu. Ég ákvað því að taka saman nokkrar af uppáhaldsvísununum mínum.

Skaupið verður endursýnt í næstu viku og það gæti verið skemmtilegt að kíkja á það aftur þegar þið eruð búin að kíkja á þetta.

Dýralæknar fóru í verkfall í vor og í kjölfarið birtust fréttir af yfirvofandi skorti á kjötskorti í landinu. Fólk var minnt á alvarleika fréttanna þegar það spurðist út að kjúklingurinn gæti klárast á KFC og auðvitað verður slíku ástandi best lýst með heróínfráhvörfum.

Í sketsinum var því vísað rækilega í kvikmyndina Trainspotting. Í staðinn fyrir barn sem skreið á hvolfi í áttina að söguhetju kvikmyndarinnar var það kjúklingur sem fikraði sig í áttina að sveittum Steinda sem vildi bara fá einn Tower Zinger.

Það tengdu eflaust einhverjir við þessar tilfinningar söguhetjunnar. Horfðu á atriðið:

Eftir á að hyggja sé ég pínu eftir því að hafa ekki komið að neinni vísun í Seinfeld. Vísanirnar komu þó flestar á nokkuð lífrænan hátt og við vorum aldrei að reyna að þröngva þeim inn. Þær pössuðu einfaldlega sumar svo vel við efnið og krydduðu atriðin skemmtilega.

Nokkrum sinnum komum við að vísunum í Simpson-fjölskylduna. Vísanirnar voru misjafnlega stórar. Atriðið um kjötveisluna í Húsdýragarðinum er til að mynda ein stór vísun í þáttinn Homer the Great úr sjöttu þáttaröð.

Sketsinn er annars sprottinn úr fréttum af því að starfsmenn borði dýrin í Húsdýragarðinum í sérstakri kjötveislu á haustin. Horfðu hér:

Í þættinum sem vísað er í verður Hómer leiðtogi í nokkurs konar frímúrarareglu í Springfield þar sem allir eru í kuflum og syngja lagið sem við fengum lánað.

Frábær þáttur og það var hrikalega gaman að sjá umræðurnar í íslenska Simpsons-hópnum á Facebook í kjölfarið.

Í Skaupinu voru fleiri en minni vísanir í Simpsons. Örn Árnason lýkur sketsinum um fjárkúgunina á forsætisráðherra á orðunum: „Hér með lýkur þessum kafla“. Það er örlítil vísun í þáttinn Homer to the Max í tíundu þáttaröð.

Þá er rannsóknarlögreglumaðurinn Homer Simpson kynntur til sögunnar í grjóthörðum lögregluþætti. Þegar hann leysir mál segir hann „…and that’s the end of that chapter“ og hinn upprunalegi Homer verður að sjálfsögðu ánægður með það og byrjar að nota setninguna sjálfur.

skaup-chapter

Sketsinn um Hlín og Malín var annars með allskonar tilvísanir sem var gaman að koma að. Í upphafi er t.d. vísað í lokaatriðið í Thelma & Louise, þar sem þær sannfæra hvora aðra um að keyra fram af bjargbrúninni í einu af eftirminnilegri atriðum kvikmyndasögunnar.

Sjáðu umrætt atriði hér:

Og hér höfum við sketsinn úr Skaupinu.

Að fá Lindu P í sketsinn var vel heppnað og hún stóð sig stórkostlega. Linda lék eiginkonu Sigmundar Davíðs en glöggir tóku eftir áhrifum úr myndbandinu Bitch Better Have My Money með Rihönnu. Þar var líka vísun í atriði úr upphafsatriði kvikmyndarinnar From Dusk Till Dawn eftir Quentin Tarantino.

skaup-skott

Talandi um Simpsons þá er pínkulítil vísun í fyrri hluta Who Shot Mr. Burns? sem var síðasti þátturinn í sjöttu þáttaröð. Mr. Burns skyggir á sólina í Springfield en það var mjög eftirminnilegt þegar skugginn læddist yfir bæinn.

skaup-myrkvi

Á nokkrum stöðum í Skaupinu var líka notað raunverulegt efni í stað þess að skrifa nýtt.

Það var kannski augljósast í sketsinum um The Charlies og Sigurð Einarsson, sem var titlaður formaður aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar. Viðtalið við Sigurð varð frægt í kjölfar dóms í Al Thani-málinu og upptakan var notuð í Skaupinu. Horfðu á sketsinn hér:

Þá var raunverulegur texti af reikningi Bjarna Benediktssonar og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur af vefnum Ashley Madison notaður í skets sem var lauslega byggður á frásögn þeirra af upphafi málsins.

wq8sz

Og í sketsinum þar sem Sigmundur Davíð talar um ágæti Íslands er oft vísað beint í orð forsætisráðherrans úr ræðu á Alþingi.

wq8un

Lokalagið er svo auðvitað stútfullt af tilvísunum í allar áttir. Steindi er auðvitað stórkostlegur í hlutverki manns sem ætlar ekki að missa af góðærinu aftur og eyðir 40 milljónum í lýtaaðgerðir til að líta út eins og fótboltamennirnir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason.

skaup-steindi

Eins og bankastjórinn Egill Ólafsson bendir er hann auðvitað ekkert líkur þeim félögum. Útkoman er hins vegar vísun í útlit Rob Lowe sem Dr. Jack Startz í kvikmyndinni Behind the Candelabra.

Auglýsing

læk

Instagram