Snjallúr, snjall þú

Margir, sennilega flestir sjá engin not fyrir snjallúr (e. Smartwatch) enda er það tæki sem er enn í mikilli þróun. Munurinn á milli fyrstu kynslóð tækjanna til þeirra næstu er mikill og það er ljóst að framleiðendur hafa ekki enn fullnýtt þá möguleika sem eru fyrir hendi. Líkt og með iPad forðum daga þá er verið að framleiða vöru sem markaðurinn var ekki að kalla eftir, einfaldlega vegna þess að enginn vissi að hann þyrfti hana.

Því skal ekki haldið fram að vinsældir snjallúra munu nokkurntíma ná þeim hæðum sem spjaldtölvur hafa náð en engu að síður er hér tæki sem býður upp á mikla möguleika. Það sést best á því kapphlaupi sem er nú þegar hafið hjá framleiðeindum þessa tækja. Samsung, Sony, Motorola, LG og Apple eru öll ýmist að framleiða eða við það að setja svona tæki á markað. Google hefur einnig ákveðið að taka þátt í þessu kapphlaupi og eins og svo oft áður þá er talið að innkoma þeirra á markaðinn muni auka vinsældir þeirra.

En til hvaða verka eru snjallúr ætluð. Samsung hafa sérstaklega verið að keyra úrið á þeirra heilsustefnu sem fyrirtækið stendur fyrir og aðrir framleiðendur virðast ætla, í það minnsta til að byrja með, að hoppa á þann vagn. Nýjustu úrin eru flest með innbyggðum púlsmæli, skrefamæli, æfinga öppum (e. App) og öðrum heilsutengdum fítusum. En fyrirtækin reyna þó öll að skapa örlitla sérstöðu með sínu tæki, en það tekst mis vel. Hingað til hafa úrin verið ferköntuð en framleiðendur eins og LG, Apple og Google eru að reyna að breyta þeirri þróun og munu kynna (ef heimildir stemma) hringlótt úr á næstu mánuðum

Snjallúr er tæki sem vert er að skoða, jafnvel íhuga að fá sér. Möguleikarnir eru að vísu enn að einhverju leiti takmarkaðir en dyrnar að tækifærum þeirra hafa ekki enn opnast að fullu og því munu ýmsar nýjungar líta dagsins ljós á næstu mánuðum og árum. Snjallúr er klárlega spennandi kostur en það er eftir að koma í ljós hvort að þau muni ná almenni hylli.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband um nýjasta úrið frá Samsung sem heitir Gear S.

https://www.youtube.com/watch?v=Ji6eoTrjtng#t=107

Auglýsing

læk

Instagram