Reyna að sparka tappa af flösku í nýjasta æði Internetsins: „Er þetta Chuck Norris með derhúfu?“

Auglýsing

Nýjasta æðið á Internetinu þessa dagana er „The Bottle Cap Challenge“ sem snýst út á það að ná tappa af flösku með karatesparki. Áskorunin minnir á ísfötuáskorunina sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina sumarið 2014.

Steindi Jr. er einn af þeim sem hefur tekið þátt í tappa áskoruninni en hann fetaði þar með í fótspor einstaklinga á borð við Jason Statham og Conor McGregor.

„Vel gert Conor og Jason Statham en nú skal ég taka við. Ég kynni til leiks banvæna karatesparkið frá Mosfellsbæ!“ skrifaði Steindi áður en hann tilnefndi Wesley Snipes, Macaulay Culkin og Dorrit Moussaieff til þess að halda áskoruninni gangandi.

„Er þetta Chuck Norris með derhúfu? Besta hringspark sem ég hef séð!“ skrifar Egill Einarsson, félagi Steinda við myndbandið sem er hið glæsilegasta.

Auglýsing

Hér að neðan má sjá myndbönd úr áskoruninni

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram