Svona leit Hringbrautin út á meðan leikur Íslands og Austurríkis stóð yfir

Klukkan er 16.30 á miðvikudegi. Hugbúnaðarverkfræðingurinn Steinar Hugi Sigurðarson er á leiðinni heim úr vinnunni ásamt syni sínum, sem hann sótti í leikskóla.

Umferðarljósin á þessum fjölförnu gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu eru yfirleitt í yfirvinnu í þessum tíma að sjá til þess að allir komist leiða sinna. Það gengur yfirleitt hægar en óþolinmóðir kjósa enda flestir á heimleið á þessum tíma eftir langan vinnudag.

Þennan dag á þessum tíma voru hins vegar örfáir bílar eru á ferli. Þegar Steinar Hugi tók upp myndavélina má sjá nokkra bíla í fjarska. Og maður veltir óneitanlega fyrir sér af hverju ökumenn þessara bíla eru ekki einhvers staðar að horfa á leikinn.

Á þessum tímapunkti var Jón Daði Böðvarsson búinn að koma Íslandi yfir. Austurríki fékk svo tækifæri til að jafna leikinn með vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skot Aleksandar Dragovic hafnaði í stönginni.

Hjörtu þjóðarinnar misstu úr slag.

Austurríki komst betur inn í leikinn eftir mark Jóns Daða og leikmenn liðsins komu grimmir til leiks í seinni hálfleik. Varamaðurinn Alessandro Schöpf jafnaði metin fyrir Austurríki á 60. mínútu og þau hefði getað verið fleiri.

Það var svo eflaust svipað umhorfs á Hringbraut þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði Íslandi sigur á 94. mínútu leiksins — andartökum áður en dómarinn flautaði leikinn af.

Hvernig verður Hringbraut á mánudaginn klukkan 19 — eða öllu heldur, hver verður á Hringbraut?

Smelltu til að stækka.

Auglýsing

læk

Instagram