„Þessi stjórn er splundruð, sprungin, horfin, farin“

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sagði í fréttum RÚV í dag að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar væri: „Splundruð, sprungin, horfin, farin“. Við bíðum samt ennþá eftir hvað gerist næst.

Sjá einnig: Bein textalýsing frá atburðum dagsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist vera fullkomlega einangraður. Hann fór á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í morgun og óskaði eftir heimild um þingrof. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni á þeim forsendum að Sigmundur gat ekki upplýst um afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins til þingrofs.

Þá kom í ljós að málið var ekki rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum RÚV að Sigmundur Davíð hefði mátt nefna hugmyndir sínar um þingrof á fundinum.

Í fréttum RÚV kom fram að þingflokkur Framsóknarflokksins hefði fundað án Sigmundar í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á mbl.is að vegferð Sigmundar Davíðs sé ábyrgðarlaus og án fordæma.

Sigmundur Davíð virðist því vera eins og Palli: Einn í heiminum.

Auglýsing

læk

Instagram