Tvær leiðinlegar sögur

Var að keyra Hringbrautina eftir körfuboltaæfingu um daginn og sá lítinn jeppa svína fyrir bílinn fyrir framan mig. Aksturslag manneskjunnar á litla jeppanum var mjög undarlegt — hún var oft komin nánast yfir á næstu akrein og mig grunaði að hún væri full. Ég varð forvitinn, skipti um akrein og keyrði upp að hlið litla jeppans. Þá sá ég að ökumaðurinn var stelpa sem var svo upptekin við að taka upp snapp að það var fáránlegt að hún hafði einhverja stjórn á jeppanum.

Sjá einnig: Við fórum út að njósna um ökumenn og það voru allir í símanum, sjáðu myndbandið

Ég var svo röltinu heim úr Mjölni í vikunni þegar sá ég ökumann á gatnamótum Framnesvegar og Hringbrautar sem var hreinlega búinn að renna saman við símann sinn, svo niðursokkinn var hann. Hann leit ekki einu sinni upp þegar græna ljósið kom — það var eins og hann hefði bara skynjað það. Hann keyrði svo Hringbrautina mjög bjánalega með tilheyrandi óþægindum/lífshættu fyrir þau sem voru í kring.

Þetta varð til þess að mig langaði til að skrásetja þessa hegðun með tilheyrandi óþægindum fyrir þau sem hana stunda. Úr varð þetta myndband hér sem hefur vakið mikla athygli á Nútímanum í dag. Tough luck fyrir fólkið sem við njósnuðum um. Við blörruðum engin andlit.

Vil samt taka fram að ég er ekki saklaus og hef allt of oft kíkt í símann á ferðinni. Er samt að reyna að hætta. Þú ættir að gera það líka. Þetta er stórhættulegt. Hættum að vera fífl og höfum símann í vasanum svona rétt á meðan við stýrum tveggja tonna drápstólunum okkar.

Auglýsing

læk

Instagram