Íslandsvinurinn Promoe (Looptroop) gefur út nýtt lag: „Footwork“

Þann 26. júlí síðastliðinn gaf sænski rapparinn Promoe—úr hljómsveitinni Looptroop—út lagið Footwork (sjá hér að neðan). Lagið samdi Promoe í samstarfi við samlanda sinn Blizz Bugaddi. Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook sagði Promoe að hann hafi ákveðið að bíða með útgáfu lagsins fram að miðju sumri, þar sem lagið væri, jú, „heitasta lag ársins.“

Promoe hefur verið iðinn að sækja Íslendinga heim undanfarin ár og þá iðulega með hljómsveit sinni Looptroop. Promoe gaf út plötuna The Art of Losing fyrr á þessu ári (sjá hér að neðan) en í aðdraganda útgáfunnar spjallaði hann við ritstjóra SKE um lífið og veginn.

Viðtal við Promoe: https://ske.is/grein/samples-go-in-cycles-but-styles-change

Ýmislegt áhugavert kom fram í viðtalinu: Promoe ljóstraði meðal annars upp um afstöðu sína til lagsins Mask Off sem bandaríski rapparinn Future samdi (lagið byggir á sama sampli og lagið sígilda Topp Dogz eftir Looptroop).

Auglýsing

læk

Instagram