Króli hættir í tónlist?

Rapparinn Króli, sem ásamt sínum góða félaga JóaPé, sendi frá sér plötu á dögunum segir frá því á Twitter að þetta verði síðasta platan hans í bili.

Ekki er ljóst á orðum hans hvort að síðasta plata, Í miðjum kjarnorkuveri, hafi tekið svona mikið á að hann sé búinn að fá nóg eða hvort að hann sé bara kominn í stutt frí. Við hér á Ske vonum að Króli snúi fljótlega aftur eftir góða hvíld.

Auglýsing

læk

Instagram