„Spurning um að hafa tíma til að taka efnið upp.“—SKE spjallar við Sveimhuga

Auglýsing

Viðtöl

SKE: Bandaríska söngkonan Billie Eilish er, um þessar mundir, ein vinsælasta tónlistarkona heims. Lagið hennar “bad guy” trónir t.a.m. á toppi lista Spotify yfir vinsælustu lög streymiveitunnar á heimsvísu (Global Top 50). “Bad guy” er að finna á plötunni “WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO?” en platan geymir einnig lagið “when the party’s over,” sem hefur jafnframt notið mikilla vinsælda. Nýverið gáfu t.d. tveir meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Sveimhugar út „heiðarlega“ þekju af “when the party’s over”—sem SKE þykir stórgóð (og þá sérstaklega vegna falsettu söngvarans). Í tilefni þess hafði SKE samband við sveitina og forvitnaðist um tónlistina og lífið. Sveimhugar varð til í ársbyrjun 2016 og samanstendur af Birgi Jakobi Hansen, Guðmundi Inga Halldórssyni, Hilmari Gylfa Guðjónssyni og Sveini Bjarnari Faaberg. Líkt og fram kemur í viðtalinu er sveitin dugleg að semja nýtt efni en hefur þó ekki alltaf tíma til upptöku. Gjörið svo vel.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Sveimhugar
Ljósmynd: Stefán Þór Friðriksson

SKE: Já,
góðan daginn. Hvað segja Sveimhugar þá?

Auglýsing

Sveimhugar: Við
segjum gott.

SKE: Orðið
sveimhugi merkir draumaóramaður eða sá sem lætur hugann reika.
Hvers vegna hlaut hljómsveitin þennan titil?

S: Svenni
gítarleikari var búinn að hafna þónokkrum góðum hugmyndum frá
Bigga þar til að Svenni kom með Sveimhuga pælinguna og allir voru
sáttir. Svenni vill með þessari nafngift lýsa persónuleika
hljómsveitarmeðlima ásamt því að vitna í hljómheim bandsins.

SKE: Tveir
meðlimir sveitarinnar gáfu nýverið út þekju af laginu when
the party’s over
 eftir hina bandarísku Billie Eilish. Hvers
vegna varð lagið fyrir valinu?

S: Guðmundur
heyrði lagið og féll fyrir því. Í kjölfarið fór hann að
spila lagið heima hjá sér, svo spilaði hann það á æfingu og
við ákváðum í kjölfarið að gera okkar túlkun á laginu—og
taka það upp á hljóð og mynd.

SKE: Í þessu samhengi er ekki úr vegi að spyrja hvaða þekjur eftir aðra listamenn eru í uppáhaldi hjá Sveimhugum?

Bob Dylan—Can’t Help Falling in Love (Elvis)

Alt j—Lovely Day (Bill Withers)

Matt Corby—Lonely Boy (Black Keys)

SKE: Um þessar mundir vinnur hljómsveitin að gerð nýrrar plötu (fyrsta platan, ekki satt?).

S: Jú, jú. Við erum búnir að vera vinna í henni í þrjú ár svo þetta ætlar að vera erfið fæðing.

SKE: Hvað getið þið sagt okkur um plötuna og hvenær kemur hún út?

S: Þetta er EP plata sem mun innhalda sex til sjö lög sem einkennast af því að vera unnin á svipuðu tímabili. Það væri svo gaman í framhaldinu að gefa út stærri plötu þar sem við erum duglegir við að semja nýtt efni og í raun nóg til af lögum og hugmyndum fyrir plötu í fullri lengd eins og er. Þetta er meira spurning um að hafa tíma í að taka efnið upp—sem er ekki alltaf tilfellið.

SKE: Hljómsveitin hefur gefið út þrjú lög á streymiveitum, þar á meðal Tímalagið, en lagið geymir stórgott, en fremur stutt, gítarsóló. Hvaða gítarsóló eru ódauðleg, að ykkar mati?

S: Bassaleikarinn (Guðmundur Ingi) og Gítarleikarinn (Sveinn) finnst gítarsólóið í laginu What About Me eftir hljómsveitina Snarky Puppy vera ódauðlegt.

SKE: Lagið Ready for Me hefur verið í mikilli spilun á skrifstofu SKE síðustu daga. Erum við jafnframt á því að þetta sé lag sem allir verða að heyra (burt séð frá því hvort að menn fíli rapptónlist eður ei). En hvaða lag verða allir að heyra, að mati Sveimhuga?  

S: Okkur finnst að allir verði að heyra Suspirium með Thom Yorke—en það lag er algjör veisla.

SKE: Eftirlætis tilvitnun eða textabrot?

S: “Never lose the groove in order to find a note!”—Victor Wooten

SKE: Eitthvað að lokum?

S: Þökkum kærlega fyrir viðtalið og viljum benda fólki á tónlistina okkar. Vonum að þið njótið.

https://soundcloud.com/sveimhu… https://www.youtube.com/channe… https://open.spotify.com/artis…

https://www.youtube.com/channe…

(SKE þakkar Sveimhugum kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að fylgjast með hljómsveitinni á ofangreindum miðlum.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram