„Þetta er heilagt rými.“—SKE heimsækir hljóðver Berndsen (myndband)

Tónlist

Nýverið leit SKE við í hljóðver tónlistarmannsins Berndsen sem er staðsett út á Granda. Berndsen hefur gefið út þrjár plötur á ferlinum: Lover in the Dark, Planet Earth og Alter Ego (að plötunni Watching You frátalinni sem var aðeins gefin út í 50 eintökum). 

Eins og fram kemur í viðtalinu einbeitir Berndsen sér aðallega að kvikmyndatónlist um þessar mundir. Samdi hann t.a.m. tónlistina fyrir stuttmyndina Milli tungls og jarðar sem var valin besta mynd allra deilda hjá Kvikmyndaskóla Íslands í ár.

Aðspurður hvernig framtíðin horfi við honum segist Berndsen vonast til þess að gera meira af því að semja kvikmyndatónlist á komandi misserum: 

„Ég sé fyrir mér að ég verði aðeins meira í kvikmyndagerð. Það hefur alltaf verið draumurinn að semja kvikmyndatónlist—eða frá því að ég var 16 ára gamall. Þá gaf ég út fyrstu plötuna mína sem hét ‘Watching You,’ sem er safngripur í dag. Það voru aðeins 50 eintök framleidd. Þá var ég í mjög skringilegum pælingum.“

– Berndsen

Síðast gaf Berndsen út plötuna Alter Ego í fyrra en lagið Shaping the Grey hljómar einmitt undir ofangreindu viðtali. 

Auglýsing

læk

Instagram