today-is-a-good-day

„Þú átt framtíðina fyrir þér, ungi maður.“ (DJ Vikunnar)

Myndband

Nýverið kíkti plötusnúðurinn Natalie Gunnarsdóttir – betur þekkt sem DJ Yamaho – í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni DJ vikunnar þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Líkt og fram kemur í viðtalinu byrjaði DJ Yamaho að spila opinberlega í kringum árið 2000 og vatt spilamennskan fljótlega upp á sig eftir það. Hefur hún verið að spila allar götur síðan.

DJ Yamaho féll snemma fyrir tónlist Flying Lotus, eða við útgáfu lagsins Tea Leaf Dancers árið 2007:

„Ég er þannig ef að ég heyri eitthvað sem er gott þá læt ég vita af því … ég, sem sagt, hafði uppi á þessum tónlistarmanni – sem var ekki kominn á kortið – að nafni Flying Lotus, á Myspace. (Ég) skrifaði honum: ,Sæll, ungi maður. Geggjað lag sem þú ert að gera og bara haltu þessu áfram. Þú átt framtíðina fyrir þér, ungi maður.“

– DJ Yamaho

Yamaho reyndist sannspá en Flying Lotus hefur svo sannarlega skipað sér sess sem einn af áhugaverðustu pródúsentum samtímans (að minnsta kosti að mati SKE).

Hér fyrir neðan eru lögin Tea Leaf Dancers og Post Requisite í fullri lengd ásamt laginu That’s What Friends Are For.

Auglýsing

læk

Instagram