today-is-a-good-day

Ný íslensk rapplög sem eru í uppáhaldi um þessar mundir

Íslenska rappsenan er sérdeilis lifandi um þessar mundir. Síðastliðna tvo mánuði hafa tvær hljóðversplötur, tvær EP plötur og nokkur myndbönd litið dagsins ljós. Hér eru lögin sem eru í uppáhaldi þessa dagana:

GKR
– Treysta mér

GKR
sendi frá sér samnefnda EP plötu fyrir stuttu (sumsé, GKR). Sú
plata geymir lagið Treysta mér, sem hefur verið í stanslausri
spilun frá útgá
fu
pl
ötunnar. Þetta er gott lag. Treystu okkur.”

Alexander
Jarl

Allt undir

Alexander
Jarl gaf
út
EP plötuna Aldrei sáttur í lok október. Platan inniheldur þrjú
lög (þar á meðal lagið Allt undir). Í viðtali við SKE í
byrjun nóvember, r
æddi
Jarlinn þema plötunnar nánar: ,Þetta er í eðli sínu
eigingjarnt hugarfar, en þeir sem hafa náð einhverju ,brilliance
level-i’ hafa undantekningalaust fórnað heilum helling fyrir sinn
skerf.’ Orð upp.“

Cheddy Carter – Yao Ming

Óður til körfuboltans í formi drýgindalegs rapps, Yao Ming er myrkur Banger frá nýja skólanum sem fyrirfinnst á nýjustu EP plötu Cheddy Carter, Yellow Magic. Með orðum rapparanna sjálfra: ‘I’m Scottie Pimpin’ with a Magic Johnson. My Magic Johnson’s big as Action Bronson!’ YAS.

Kilo – Magnifico

Kilo er þekktur sem góður rappari og góður Snappari (Snapchat), og er honum gjarnan lýst sem auðmjúkum spaugara. Í laginu Magnifico, hins vegar, er annar gállinn á honum; hann spúir eldi eins og Keflvískur dreki. SKE er sammála eigin mati rapparans á sjálfum sér: ‘White boy of the year!’ Hvíti drengur ársins.”

Úlfur Úlfur – Barn

Fyrir myndbandið við lagið Barn (sem tekið var upp í sumar) fengu Úlfur Úlfur pólsku fyrirsætuna Monika Jagaciak (sem hefur verið fyrirsæta fyrir Victoria’s Secret) með sér í lið, en hún var þá stödd hér á landi ásamt kvikmyndateymi frá Vice. Í stað þess að skjóta fyrirsjáanlega sexí myndband, ákvað tvíeykið að plata Moniku í skák. Það er meiri fegurð í því.”

Smjörvi, HRNNR – Engar myndir

Ungdómurinn er ávallt að gera óvænta hluti; er ávallt að sjóða saman módernísk lög í takt við hugsjónir Ezra Pound (make it new!) er það stígur skeytingarlausan dans inni í Víði og biður menn, vinsamlegast, að halda sér í tíu metra fjarlægð. Engar myndir, takk.”

Reykjavíkurdætur – Tista

„Reykjavíkurdætur sendu frá sér myndband við lagið Tista í lok sumars. Þetta er lag sem flokkast ekkert endilega sem Nýtt, en gott stöff engu að síður. Reykjavík represent.

BlazRoca – FÝRUPP

„Erpur vaknar á hverjum degi og segir: ,Góða helgi!’ Hér er hann í góðum gír yfir bít frá Joe Frazier. ,Þrefaldann strax!’ ,Þrefaldann í hvað?’

Herra Hnetusmjör – 203 STJÓRINN 

Herra Hnetusmjör sendi frá sér myndband við lagið 203 STJÓRINN síðastliðinn 3. nóvember. Gjarnar þegar lagið er rætt kemur orðið BANGER við sögu. Gott bjúga hér á ferð.”

Emmsjé Gauti – Kevin Spacey

Emmsjé Gauti varð 27 ára þann 17. nóvember síðastliðinn. Í tilefni þess ákvað hann að gefa alþjóð afmælisgjöf, þ.e.a.s 10-laga hljómplötu sem ber titilinn 17. nóvember. Uppáhalds lag SKE á plötunni er án efa Kevin Spacey. Bítið minnir helst á gamla skólann, raulið er líkt og það hafi verið tekið upp á djassöldinni (þriðja áratugnum) og rappið er gott.”

(Hægt er að hlusta á lagið hér: https://emmsje.is/record.html)

https://open.spotify.com/track/2S1kdiLiK6WrJ0PCMvW9mF

Auglýsing

læk

Instagram