Nútíminn býður í nostalbíó – Viltu vinna frímiða á Grease?

Hin sívinsæla söngva- og dansmynd Grease frá 1978 er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum og það meira. Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum á ný í aðeins fáein skipti og áhorfendur mega þá ekki vera feimnir við að taka funheita ‘50s fílinginn alla leið, dusta rykið af gamla leðurjakkanum og dansa með fjörinu þangað til máninn verður blár.

„Á sýningunni sjálfri hvetjum við alla til þess að taka þátt í stemningunni með okkur, draga leður­jakkana og kjólana úr fata­skápnum og setja gel eða tíkó í hárið,“ sagði Alfreð Ásberg Árnason, fram­kvæmda­stjóri Sam­bíóanna, sem ætla að minnast Oli­viu Newton-John, hinnar einu sönnu Sandy, með sýningum á söngleiknum.

Byrjað verður á einni Grea­se-sýningu föstu­daginn 26. ágúst í sal 1 í Sam­bíóunum Álfa­bakka, síðan 2. september viku síðar á sama tíma. Ef áhugi heldur áfram að magnast eru alltaf möguleikar á fleiri sýningum.

Olivia Newton-John lést þann 8. ágúst síðastliðinn, 73 ára að aldri. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Newton-John eignaðist eina dóttur, Chloe Lattanzi, með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Matt Lattanzi.

„Það var hún Guð­ný Ás­berg Al­freðs­dóttir, rekstrar­stjóri Sam­bíóanna, sem fékk þessa frá­bæru og fal­legu hug­mynd að heiðra minningu Newton-John með því að sýna hinu sí­gildu klassík aftur á hvíta tjaldinu,“ mælti Al­freð í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. Al­freð segir að hug­mynd dóttur hans hafi strax verið fylgt eftir með því að óska eftir leyfi til að sýna myndina.

„Haft var sam­band við dreifingar­aðila myndarinnar, Park Circus, og þetta gekk hratt og örugg­lega fyrir sig.“


Félagslíf þeirra Danny og Sandy virðist ekki vera flekklaust frekar en margt annað á menntaskólaárunum. Þegar klíkuheimur gagnfræðiskólans Rydell er umturnaður á svipstundu neyðist leðurklæddi, bílaóði gúmmítöffarinn til að (skulum við segja…) greiða úr því hvort þröngsýnu skólafélagarnir eða sumarástin hafi vinninginn.

Sandy neitar þó að gefast upp án þess að setja sig í baráttustellingar, eða ganga þá leið sem þarf til að fanga athygli vitleysingsins vinsæla. Fyrir henni er þetta allt sama tóbakið.


Nútíminn ætlar að bjóða fáeinum heppnum tækifæri til að bjóða tveimur úr sínum vina- eða fjölskylduhópi – þrjá talsins – á myndina en að sjálfsögðu þarf fyrst að taka þátt í fisléttum leik á Facebook-síðu Nútímans.

 

Auglýsing

læk

Instagram