Pharoahe Monch ánægður með nýju Dillalude bolina

Auglýsing

Rúm vika er liðin frá því að tónlistarhátíðinni Secret Solstice lauk en hátíðin fór fram 15. til 18. júní í Laugardalnum. 

Ein af þeim hljómsveitum sem áttu að stíga á svið var Dillalude (sveitin sérhæfir sig í því að túlka tónlist Jay Dilla í lifandi tónum á sviði) en samkvæmt dagskrá hátíðarinnar stóð til að sveitin myndi stíga á svið kl. 15:00 á lokadegi Solstice – en allt kom fyrir ekki. 

Í hljóðprufum fyrr um daginn var Benedikt Freyr Jónsson, forsprakki sveitarinnar, beðinn um að lána rapparanum Big Sean hljóðblandarann („mixer“) sinn sökum þess að eitthvert klúður hafði orðið á þeim efnum í uppsetningu Big Sean og varð Benedikt að bón rapparans. 

Síðar um daginn, eða stuttu áður en Dillalude átti að stíga á svið, hugðist Benedikt sækja hljóðblandarann en var honum þá tilkynnt af umboðsmanni Big Sean að það væri ekki í boði; ef hann myndi aftengja hljóðblandarann þá kæmi Big Sean einfaldlega ekki fram um kvöldið.

Auglýsing

Varð þetta til þess að Dillalude aflýsti tónleikum sínum. 

Hvað sem því líður skemmtu liðsmenn Dillalude sér vel á hátíðinni en nýverið lét hljómsveitin framleiða sérstakar hettupeysur (og boli) merktar Dillalude. 

Var rapparinn Pharoahe Monch sérstaklega ánægður með framtakið en sjálfur heiðraði hann minningu Jay Dilla með því að spila lagið Fuck the Police á tónleikum sínum á Solstice (Pharoahe Monch rappaði yfir bítið Love á plötunni The Shining sem kom út árið 2006 stuttu eftir andlát Dilla). Fékk rapparinn að sjálfsögðu hettupeysu gefins (sjá hér fyrir neðan).

Einnig fékk pródúsentinn hans Big Sean eintak (sjá hér fyrir neðan), ásamt Big Sean sjálfum, en þeir eru báðir miklir aðdáendur Jay Dilla (ólust þeir báðir upp í Detroit í Bandaríkjunum líkt og Dilla). Þess má einnig geta að Big Sean hefur staðið fyrir sérstökum minningartónleikum um Jay Dilla í Detroit undir yfirskriftinni DillaDayDetroit. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram