Auglýsing

Slæm tímasetning hljóðmanns leiðir til harkalegs áreksturs

Hljóðmaðurinn Bernie Beaudry hefur starfað á hliðarlínunni í bandarísku ruðningsdeildinni í hartnær tuttugu ár. Fyrir fáeinum dögum tók hann „heimskulegustu ákvörðun ferilsins,“ að eigin sögn, þegar hann ákvað að spretta fyrir göngin þar sem leikmennirnir hlaupa út á völlinn. Beaudry var keyrður niður af varnarmönnunum Brian Robison og Linval Joseph, sem tilheyra liði Minnesota Vikings. Beaudry var heldur seinn á fætur eftir áreksturinn, sem varð þess valdandi að hann fékk blóðnasir ásamt því að gleraugun hans brotnuðu. Hann stóð þetta af sér engu að síður og stóð sína plikt. Hetja.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing