Ástin og leigumarkaðurinn – 2. þáttur

Array

Í þessum þætti reyna Ugla og Saga að breiða yfir vanlíðan sína með óvanalegum hressleika, á köflum líkist það jafnvel gleði. Æsispennandi þáttur þar sem vinátta þeirra stendur á brauðfótum. Stóráföll Uglu yfir daginn tíunduð. Saga reynir að halda andliti við upplestur á fasteignaauglýsingu sem inniheldur gólfefni sem hún hefur aldrei borið fram áður, enda fákunnandi um húsbúnað, við „frumlegan“ undirleik Uglu.

Frumflutningur á sorglegri örsögu eftir Þórdísi Gísladóttur um piparjúnku sem Ugla og Saga óttast að sé byggð á þeim.

Þær flytja hálfklárað frumsamið lag og eini ábyrgi myndlistarmaður Íslands kemur í þáttinn og les úr bréfasafni sínu.

Auglýsing

læk

Instagram