Gallup könnun: frambjóðendur í stafrófsröð en Arnar Þór talinn upp síðast

Glöggur Íslendingur, Vilborg Hjaltested, sem lenti í úrtaki hjá Gallup í könnun um forsetaframbjóðendur veitti uppröðun frambjóðendanna athygli.

Vilborg tók mynd af spurningunni og svarmöguleikum sem hljóðaði svona: Hvern myndir þú kjósa ef kosið væri til embættis forseta Íslands í dag?

Á myndinni má sjá að frambjóðendum er raðað upp í stafrófsröð að Arnari Þór Jónssyni lögmanni undanskildum. Nafn hans, sem samkvæmt íslenska stafrófinu ætti að vera efst í röðinni er neðst á listanum.

Blaðamaður Nútímans hafði tvívegis símsamband við Gallup í dag og fékk það svar að fjölmiðlateymið væri upptekið og myndi hringja til baka. Einnig var send fyrirspurn með pósti. Enginn hringdi til baka og póstinum var ekki svarað áður en fréttin fór í vinnslu.

Þá birtir Vilborg mynd af annarri spurningu í sömu könnun þar sem spurt er hvort til greina kæmi að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum“. Þar voru aðeins taldir upp fimm af tólf mögulegum; Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Halla Tómasdóttir.

Gallup var stofnað árið 1990 og segir starfsfólk sitt búa yfir mikilli reynslu og fylgja ströngum gæðakröfum í allri sinni starfsemi.

 

Auglýsing

læk

Instagram