Játar að hafa skipulagt 27 ára gamalt rán

Jón K. Jacobsen, betur þekktur sem Nonni Lobo, viðurkenndi í hlaðvarpsþætti Götustráka á Brotkast í dag að hafa skipulagt rán sem framið var í apríl árið 1997 þegar peningasendill frá 10-11 verslun var rændur. Nonni sat í fangelsi fyrir glæpinn á sínum tíma, en viðurkenndi þá aðeins að hafa ekið ræningjunum á milli staða án þess að vita að þeir hefðu stuttu áður framið ránið. Nú viðurkennir hann loksins aðild sína að ráninu enda málið fyrnt að hans sögn.

Á stærð við Hamraborgarránið
Í þættinum segir Nonni að fjárhæðin sem þeir rændu hafi numið um 7 milljónum króna, sem á verðlagi dagsins í dag skv. verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands nemur um 24 milljónum króna. Það er svipuð fjárhæð og talið er að ræningjar í Hamraborgarráninu í síðustu viku eru taldir hafa komist undan með.

„Þeir náðu ekki að rota gæjann “

Það voru sjónarvottar sem komu lögreglu á sporið en þeir höfðu komið að peningasendlinum í blóði sínu og ekið í kjölfarið um hverfið þar sem þeir sáu tvo menn stíga upp í bifreið og náð niður bílnúmerinu. Það var faðir Nonna sem átti bílinn svo hægt var að þrengja hringinn mikið. Faðir Nonna hringir í hann eftir að hafa fengið símtal frá Eiríki Sigurðssyni, eiganda 10-11, eftir að í ljós kom að faðirinn var skráður fyrir bílnu. Nonni segist ekki kannast við neitt og segir að bíllinn sé á sínum stað, en lögreglan hljóti að rannsaka málið.

Sjónarvottar komu að peningasendlinum í blóði sínu. Úr frétt DV árið 1997.
Sjónarvottar komu að peningasendlinum í blóði sínu. Úr frétt DV árið 1997.

 

Borginni lokað
Nonni segir frá því í viðtalinu hvernig borginni var lokað með lokunarpóstum á öllum vegum út úr borginni eftir ránið og allt kapp lagt á að ná brotamönnunum. Samverkamenn Nonna fengu þriðja aðila til að taka við peningunum sem ákvað að reyna að fara með þá í sumarbústað utan Reykjavíkur til að fela þá, en þar fundust peningarnir, en áður hafði Nonni sagt þeim að fela bara peningana og halda áfram með daginn.

Þyrla og lögregla elta Nonna
Í þættinum fer Nonni yfir það hvernig hann smyglaði fíkniefnum til landsins með því að setja þau í Mackintosh dós sem er höfð með í handfarangri frá Hollandi. Tollverðir stoppuðu hann ásamt félaga hans en þar sem þeir keyptu ýmislegt í Fríhöfninni og borguðu þar á meðal fyrir Mackintosh dósina þar, grunaði tollvörðum ekki að fíkniefnin væru í þeim poka en gerðu dauðaleit í öllum öðrum farangri og sendu þá í röntgen myndatöku til að athuga hvort fíkniefni væru innvortis. Dósin var þó ekki skoðuð.

Eins segir Nonni frá því þegar lögreglan leigði þyrlu til að elta hann þegar hann reyndi að smygla fíkniefnum í mörgæsarstyttu, en í kjölfarið fékk hann viðurnefnið Mörgæsarmaðurinn, og þegar hann reyndi fyrstur manna á Íslandi að brjótast inn á Litla Hraun, en hingað til hafa flestir reynt að komast þaðan út.

Nonni var þekktur undir viðurnefninu Mörgæsarmaðurinn vegna smygls á fíkniefnum í mörgæsarstyttu.

Lætur sig fíknisjúkdóma varða í dag
Undanfarin ár hefur Nonni starfað á meðferðarstofnunum, í 12 spora starfi inni í fangelsum o.fl. Hann er varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra sem stendur fyrir minningarathöfn á Austurvelli þann 5. apríl næstkomandi kl 17. Samtökin stóðu fyrir baráttufundi í desember og stofna nú þennan árlega minningardag.

Til að sjá þetta magnaða viðtal í heild sinni mælum við með áskrift að öllu efni á Brotkast.is fyrir einungis 1.999kr á mánuði.

Auglýsing

læk

Instagram