„Semí hata þetta nafn.“ – Young Nazareth ræðir viðurnefnið og mælir með góðri tónlist (myndband)

Array

DJ Vikunnar

Nýverið kíkti plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Arnar Ingi Ingason – betur þekktur sem Young Nazareth – í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni DJ vikunnar þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Young Nazareth hefur svo sannarlega verið iðinn við kolann í ár en ásamt því að troða reglulega upp sem plötusnúður hefur hann einnig komið að gerð nokkurra stærstu laga íslensks rapps í ár, þar á meðal Joey Cypher, Time og Já ég veit.

Aðspurður hvaðan Young Nazreth komi segist hann enn vera á báðum áttum með listamannsnafnið:

„Mjög fyndinn saga … Þetta var bókstaflega kvöldið áður en við (Sturla Atlas) gáfum út fyrsta mixteipið okkar. Það heitir „Love Hurts“ en það er einnig lag með hljómsveitinni Nazareth og þá kom upp þessi pæling að henda bara ,Young’ þarna fyrir framan og þá væri þetta komið.“

– Young Nazareth

Hér fyrir neðan er svo lagið Love Hurts með hljómsveitinni Nazareth ásamt lögunum Já ég veit, Time og Joey Cypher – sem Young Naza tók jafnframt þátt í að skapa.

(*Vinsamlegast athugið að síðasta lagið sem Young Nazareth mælir með í viðtalinu er endurhljóðblönduð útgáfa af laginu By Your Side eftir Sade og er það Neptunes sem pródúseraði lagið – ekki N.E.R.D.) 

Auglýsing

læk

Instagram