Uppistandssýningin Endurmenntun með grínhópnum VHS

Uppistandssýningin Endurmenntun með grínhópnum VHS er jólagjöfin frá RÚV núll í ár.

„Það er okkur mikil gleði að hjálpa fólki úr jólablúsinum með þessum hætti,” segir Stefán Ingvar Vigfússon, einn meðlima VHS.

„Já ég tek undir með Stefáni. Samstarfið var einstaklega ánægjulegt og við á RÚV núll munum klárlega gera meira af því að færa áhorfendum upptökur af hinum ýmsu menningarviðburðum sem ungt fólk um allt land stendur fyrir,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll.

Uppistandshópinn VHS skipa þeir Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn Helgason en Hákon er kynnir kvöldsins. Sýningin var tekin upp á KEX hosteli í Reykjavík þann 23. nóvember síðastliðinn.

Hér má horfa á uppistandið.

Auglýsing

læk

Instagram