Joe Rogan ræddi víkingaklappið við Cypress Hill: „Þetta er svo klikkað!“

„Ímyndaðu þér að heyra þetta þegar þeir eru að sigla í átt að þorpinu þínu,“ segir einn vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi í heimi, Joe Rogan, þegar hann ræddi víkingaklappið við einn af meðlimum hinnar goðsagnakenndu rappsveitar Cypress Hill, B-Real.

Nútíminn hefur ótrúlega gaman af því að sýna ykkur viðbrögð heimsins við íslenskri tónlist, sögu og náttúru landsins og núna: Víkingaklappið fræga sem er orðið ógleymanlegt í kjölfar þátttöku Íslands á EM í knattspyrnu árið 2016.

Viðbrögð Joe Rogans og B-Real eru ótrúlega fyndin en hægt er að sjá þau þegar rúmlega fjórar mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Þetta er eitthvað sem þú verður að sjá!

Auglýsing

læk

Instagram