101 FESTIVAL í Austurbæ

Auglýsing

Útvarp 101 blæs til stórtónleikanna 101 FESTIVAL í Austurbæ 15. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og mun einvalalið íslenskra tónlistarmanna koma þar fram.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru hljómsveitirnar Vök og Gróa, þeir sívinsælu Floni og Auður, Bríet og 101 Boys. Einnig kemur Yamaho fram og þeytir skífum fram eftir nóttu

„Það er náttúrulega sárasjaldan sem maður fær tækifæri á að sjá þessi bönd saman komin. Við erum með fjölbreytt og skemmtilegt lineup allt frá ungum og efnilegum hljómsveitum yfir í heitustu tónlistarmenn landsins þannig enginn ætti að vera svikinn af því að koma og skemmta sér næsta laugardag,“ segir Sigríður Ólafsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar í samtali við 101.live

Miðasala er hafin á tix.is og kostar miðinn 3.990 krónur. Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram