Aðstoðuðu við sauðburð í staðinn fyrir gistingu:,,Sauðburður? Hvað þýðir það?”

Föstudagskvöldið síðasta fór nýr þáttur í loftið á Stöð 2 sem ber heitið Áttavillt. Þetta kemur fram á vef Vísis

Í þáttunum fylgjumst við með Jóhanni Kristófer, betur þekktum sem Joey Christ og Birnu Maríu, eða Bibbu, fara hringinn í kringum landið. Þau hafa ekki krónu með sér í för og þurfa að redda sér með allskonar kúnstum.

Í fyrsta þættinum aðstoðuðu þau við sauðburð á bóndabænum Kringlunni í Dalabyggð, og fengu í staðinn að gista á bænum.

Hér að neðan má sjá atriði úr fyrsta þættinum.

Auglýsing

læk

Instagram