Ári grænnar iðnbyltingar ýtt úr vör að viðstöddum forseta Íslands og tveimur ráðherrum

Samtök iðnaðarins tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu. Ári grænnar iðnbyltingar verður ýtt úr vör fimmtudaginn 10. febrúar kl. 15.00 hjá Carbfix á Hellisheiði að viðstöddum forseta Íslands, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Með Ári grænnar iðnbyltingar vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta sem þegar eru hafin í íslensku atvinnulífi. Til að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum þarf nýsköpun, fjárfestingar, orkuskipti og samstarf svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg iðnfyrirtæki vinna að lausnum sem stuðla að minni kolefnislosun.

Það fer vel á því að hefja Ár grænnar iðnbyltingar hjá Carbfix sem er meðal aðildarfyrirtækja SI en starfsemi þess hefur vakið heimsathygli fyrir byltingarkennda tækni við kolefnisbindingu.

Dagskrá:

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir dagskrá
  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
Auglýsing

læk

Instagram