Árlegt bjórhlaup var haldið í Nauthólsvík í dag

Auglýsing

Þetta er annað sinn sem haldið er árlegt bjórhlaup í Nauthólsvík.

Reykjavík Brewing Company standa fyrir hlaupinu og voru þeir í skýjunum með daginn. Keppendur hlupu 1,6 kílómeter og drukku rétt tæpan líter af bjór á leiðinni.

„Þetta gekk alveg hreint ótrúlega vel. Við erum í skýjunum með hvernig þetta gekk upp,“ sagði Einar Örn Sigurdórsson, einn af eigendum RVK bruggfélags.

Þrjár drykkjarstöðvar voru á leiðinni og þurftu keppendur að klára úr bjórdós á hverri stöð en það reyndist mörgum erfiðara en þeir héldu. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Einnig voru veitt búningaverðlaun.

Auglýsing

„Keppnin fór fram úr okkar björtustu vonum og veðrið lék við okkur. Ég hugsa að það verði svo áfram fjör fram eftir kvöldi,“ sagði Einar Örn. Þetta kom fram á vef Rúv.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram